Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Sand Hótel

Sand Hótel

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Sand Hótel er fjögurra stjörnu hotel
  • 78 herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Bar
  • Heilsurækt
  • Þráðlaust net

Sand Hótel er 78 herbergja lúxushótel sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar við Laugaveg. Afslappað andrúmsloft og tímalaus hönnun gera hótelið að eftirsóknaverðum dvalarstað auk þess sem iðandi mannlíf og menning miðborgarinnar er rétt handan við hornið.

HUGMYNDAFRÆÐIN

Bakarinn

Sandholt
Bakarí

Sandholt bakarí er fjölskyldufyrirtæki sem byggir á áralangri hefð í bakstri sem hefur borist á milli fjögurra kynslóða handverksbakara. Bakaríið opnaði árið 1920 við Laugaveg og hefur allar götur síðan verið mikilvægur partur af miðborginni, enda vinsælt meðal heimamanna og gesta allstaðar að úr heiminum. Sandholt býður upp á fjölbreytt úrval af gæðabrauði og sætabrauði gert úr úrvalshráefni eftir gömlum uppskriftum með nýstárlegum aðferðum.

Klæðskerinn

Verslun Guðsteins
Eyjólfssonar

Verslun Guðsteins Eyjólfssonaer er ein af elstu verslunum Reykjavíkur og hefur í heila öld verið leiðandi í herratísku á Íslandi. Stofnandi verslunarinnar, Guðsteinn Eyjólfsson, nam klæðskurð bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn og hóf í framhaldinu sjálfstæðan rekstur árið 1918. Árið 1929 byggði Guðsteinn reisulegt hús í Júgendstíl við Laugaveg 34 undir reksturinn. Allt til dagsins í dag hefur verslunin verið opin í þessu sama húsi, en efri hæðirnar hafa í gegnum tíðina gengt ýmsum hlutverkum og eru nú partur af Sand Hótel. Líkt og fyrr leggja eigendur verslunarinnar áherslu á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og gæðavörumerki allstaðar að úr heiminum.

Rithöfundurinn

Halldór Kiljan
Laxness

Árið 1902 fæddist nóbelskáldið Halldór Laxness í litlu húsi við Laugaveg 32. Frá unga aldri lá áhugi hans við skrif og þegar hann var aðeins 17 ára fékk hann fyrstu skáldsöguna sína gefna út. Síðar varð hann fyrsti íslendingurinn til þess að hljóta hinn virtu Nóbelsverðlaun fyrir að blása aftur lífi í íslenska sögu- og frásagnahefð. Halldór var afkastamikill höfundur og gaf út yfir 68 bækur á ferlinum. Eftir að hann féll frá árið 1998 var heimili hans, Gljúfrasteinn, breytt í safn sem opið er almenningi. Við Laugaveginn, fyrir framan fæðingarstað Halldórs, er lítil steinhella sett í gangstéttina til minningar um stórkostlegan rithöfund.